Innihald Ljóð og lausavisur eftir Harald Björnsson. Þetta er eina bók Haraldar Björnssonar. Haraldur Björnsson fæddist í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í maí 1917, en fluttist til Reykjavikur 9 ára að aldri og átti þar heima upp frá því. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1937 og stundaði ýmis störf um dagana, bæði til sjós og lands. Ungur byrjaði hann að yrkja, en hirti lítt um að birta kveðskapinn á prenti. Þessi ók geymir úrval ljóða hans og lausavísna.
|