Contents: Kátir karlar. Sögur, kveðskapur, gamanmál. Bragi Þórðarson tók saman. Þessi bók fjallar um skemmtilega karla, sem höfðu húmorinn í lagi og áttu það sameiginlegt að gleðja samferðafólk sitt með gamanmálum og skemmtiefni. Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðarson útgefandi, hefur áður safnað efni og ritað margar bækur, þar sem greint er frá eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki. Kátir karlar er 14. bók hans. Í þessari bók segir hann sögur af körlum sem hann þekkti persónulega og birtir eftir þá gamanvísur og annan kveðskap. Þeir eru: Theódór Einarsson, Ragnar Jóhannesson, Ólafur Kristjánsson, Valgeir Runólfsson og Sveinbjörn Beinteinsson. Þá segir hann sögur af Ólafi gossara og Guðmundi Th (Gvendi truntu), en þeir voru frægir fyrir hnittin tilsvör og kyndugt hátterni. Einnig fáanleg sem hljóðbók. (Bókatíðindi 2001).
|