Contents: Reykjavíkurljóð. Bók þessi er gefin út í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur. Ungt fólk tileinkar Reykjavíkurljóð öldruðum í Reykjavík. Hér eru, þá ungir höfundar: - Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Dagný H. Lillendahl, Edith Randy, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Guðmundína Ó. Magnúsdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Hrafnkell Óskarsson, Jóhann Valdimarsson, Kristinn Gíslason, Lárus Jón Guðmundsson, Ólafur Þ. Stephensen, Ólöf Ásgeirsdóttir, Ómar Gíslason, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Ófeigsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sólveig B. Daníelsdóttir, Stefán Snævarr og Tryggvi V. Líndal.
Kæra Reykjavík
Ég geng um götu þína, í gylltum kvöldsins bjarma. Endur með unga sína upphefja vorsins sjarma. Upp við Iðnó svo ég sest sé ég þaðan undrin flest.
Ég veit þú visku geymir vök sem aldrei frýs. Af fornri ást hér eimir er öðrum var ei vís, utan ljúfan dreng og litla snót er lífinu gáfu undir fót.
Vonir mínar þekktir þú þess er lífsins bíður, eflir mína ást og trú, ást er undan svíður. Ef huga leita harmar á í heitan faðm þinn flý ég þá.
Mig langar bónar að beiða, er berst í mínu hjarta, ger mér lítinn greiða gef mér framtíð bjarta. Þú frjálsleg, fögur ætíð ert til fyrirmyndar alltaf sért.
Gerður Kristný Guðjónsdóttir
|