Contents: Rímur af Goðleifi prúða. Kveðnar af Ásmundi Gíslasyni síðast á Dysey í Norðurárdal.
1.ríma.
Þorgrím nefni jeg maktarmann
mettan krakasáði,
Portúgals á hauðri hann
henta bústað þáði.
Mens ágæta hliði hlaut
hetjan frægðarsnjalla,
þeirra son með sómaskraut
seggir Goðleif kalla.
Vaxtarfríður, viskusnar
virðum lyndisþekkur;
en hve mikið afl hans var
enginn vissi rekkur.
|