Innihald Disneyrímur eftir Þórarin Eldjárn. Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Frumútgáfa Disneyrímna. Í Disneyrímum er fjallað um Walt Disney (1901-1966), líf hans og störf fyrir og eftir dauðann. Höfundurinn, Þórarinn Eldjárn, er fæddur í Reykjavík 1949. Hann hefur áður gefið út kvæðabókina Kvæði (1974), en Disneyrímur eru fyrstu rímur hans. Sigrún Eldjárn myndskreytti bókina. Hún er fædd í Reykjavík 1954. er myndlistamaður að mennt og starfi og hefur fengist talsvert við bókaskreytingar á undanförnum árum. (Káputexti).
Nemur löndin Andrés önd,
argvítugur steggur.
Dauða hönd á dal og strönd
Disneyvélin leggur.
|