Innihald Horfnir dagar. Ljóð eftir Jakobínu Þormóðsdóttir. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka ritar - Nokkur orð um höfundinn.
Jakobína Þormóðsdóttir fæddist á Kópaskeri 17. júní 1962. Hún lést 30. apríl 2002. Jakobína þjáðist af sjúkdómi sem varð til þess að ung að árum varð hún blind, heyrnarlaus og hreyfihömluð. Andlega var hún heil, skipulögð og sterk. Minni hennar var með afbrigðum gott. Áhugamál hennar voru mörg. Horfnir dagar er fyrsta og eina bók Jakobínu.
Vorsól
Vorið kemur og vakna blómin,
veðrið hlýnar og vorsólin árla rís,
losnar af ám og vötnum allur klaki
og hverfur hin kalda mjöll,
fuglarnir kvaka og jurtir allar gróa,
rennur áin tær um gilið.
Vorinu fögnum við mest.
Vornóttin er björt og mild.
Síðan á kvöldin sest vorsólin.
Sumarstundin er nú löng og góð.
|