Innihald Minningabók. Ljóð eftir Vigdísi Grímsdóttir.
Andartak gríp ég hönd þína
Stóra, gula höndina
Þú hvíslar: „Sérðu okkur tvö?”
Og saman við blámann og birtu af engu tungli,
engri sól,
renna andlit okkar inn í lygnuna
uns eitt andlit brosir
og safírinn breytist í gómbleik orð:
„Við hverfum öll,” syngja þau og þjóta upp á bakkann
„Hverfum!”
|