Innihald Loftnet klóra himin (klór klór). Ljóð eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttir. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir kemur víða við í nýrri ljóðabók sinni. Hversdagslífið, dauðinn, ástin, hinar ýmsu týpur, konur og önnur dýr; allt er þetta tvinnað saman í listræna heild sem leiðir okkur um dýpri stig tilverunnar. Loftnet klóra himin er önnur ljóðabók Þórunnar og prýdd hennar eigin myndum.
|