Innihald Liljublöð. Ljóð eftir Lilju Björnsdóttir.
Í Alþýðublaðinu 30.október 1962 er viðtal við Lilju Björnsdóttur. Þar segir Lilja meðal annars - "Þrá mín eftir að læra hefur alltaf verið mikil, og hún hefur ekki
elst af mér. Þegar ég var að verða
sextug, þá bað ég um að fá að
sitja í islenzkutímum í háskólanum. Mér var leyft það, og í heilan vetur
sat ég ein gömul kona innan um
alla ungu mennina. Samt var það
mér ómetanleg ánægja. Svo þegar
ég var á svipuðum aldri, þá fór
ég i námsflokkana, til að afla mér
meiri fræðslu. Bekkirnir þar eru
litlir og þröngir, og ég er svo feit
að ég ætlaði ekki að komast fyrir á
þeim. Krakkarnir skemmtu sér óspart, en ég hélt áfram og naut góðs af."
Ég hefði bugast fyrir þunga
þessa lífs og undan því, sem drottinn lagði á mig, ef ljóðanna og námsþráarinnar hefði ekki notið
við. Ein visa, sem ort var um mig
hefur líka haldið í mér kjarkinum
Amans ský og skúrir kaldar
skelfa ekki bjartan hug,
gegn um þrautir þúsundfaldar
þeytir hann sitt djarfa flug.
|