Innihald Brúður. Ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Teikningar Bjargey Ólafsdóttir. Sérkennileg og heillandi bók um brúðkaup. Alls konar fólk ratar upp að altarinu og reynir að leika hlutverk sitt af kostgæfni en ýmislegt fer öðruvísi en ætlað er. Þessi bók er skyldueign einhleypra, kaldhæðinna, hamingjusamlega giftra og, jú, rómantíkera. Sigurbjörg Þrastardóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir skáldskap sinn og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir síðustu bók sína, Blysfarir. (Bókatíðindi 2010).
|