Innihald Sómamenn og fleira fólk. Minningarbrot og mannlýsingar eftir Braga Kristjónsson.
Hér vappa um síður virðulegir ritstjórar og ráðherrar, listamenn og leikarar, skáld og skemmtikraftar, glópar og glæpamenn. Hér er Ísland 20. aldar.
Bragi Kristjónsson bóksali hefur um árabil auðgað mannlífið með sagnasnilld, sem sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að kynnast í Kiljunni. En Bragi hefur líka í meira en hálfa öld skrifað mannlýsingar og minningar í blöð um þekkta samtímamenn, ástvini, félaga og kynlega kvisti.
Hér er safnað saman í bók greinum Braga og útkoman er persónugallerí sem varla á sér hliðstæðu.
Bragi hefur útsýni yfir mannlíf margra kynslóða, þekkir samhengið, þræðina leyndarmálin, felumyndirnar. Og hann kann öðrum betur að segja frá - það vitum við öll. Á meðfylgjandi DVD-diski er síðan að finna ogleymanlegt efni úr Kiljunni, þar sem Bragi er lifandi kominn með sína leiftrandi snilld og neftóbaksdós. (Káputexti)
|