Innihald Raddir í garðinum. Thor Vilhjálmsson segir frá. Í þessari fágæta vel skrifuðu bók bregður Thor Vilhjálmsson upp sínum myndum af því fólki sem að honum stendur, og stóð honum næst. Annars vegar af bændum á Brettingsstöðum í Flateyjardal, þar sem háð var hetjuleg lífsbarátta íslensks hversdags; hins vegar af afkomendum Thors Jensen sem stóðu í ljóma valda og ríkidæmis í vaxandi höfuðstað. Thor segir af frændum sínum og foreldrum, systkinum og samferðamönnum, blátt áfram og skáldlega, hlýlega og þó með skýrri sjón. Sjaldan hefur honum tekist betur upp.
|