Innihald Sá hlær bezt... Ási í Bæ segir frá. Ragnar Lár teiknaði myndir og kápu. Ási í Bæ er þjóðkunnur skemmtunarmaður, söngvaskáld og vísnasöngvari, en hann er einnig rithöfundur og fyrrverandi útgerðarmaður. Í þessari bók rekur hann í lifandi og fjörmikilli frásögn sögu útgerðar sinnar, uppgang hennar, örðugleika og endalok. Ási í Bæ hefur áður gefið út eina skáldsögu, Breytileg átt, og þátt af Binna í Gröf birti hann í bókinni Aflamenn, árið 1963. (Káputexti).
|