My Account
|
Cart Contents
|
Checkout
Ítarleit
Top
»
Catalog
»
Ævisögur og endurminningar.
»
Bændur
»
Categories
Afmælisrit.
Hobbies.
Autographed books. Ex Libris
Childrenbooks.
Books on Books.
Farmers.
One Book Authors.
Rare Books.
Travel Books.
Social sciences and humanities.
Gunnar Gunnarsson.
Goðafræði Grikkja og Rómverja.
Finance - Business.
Halldór Kiljan Laxness.
Health and lifestyle.
Héraðssaga.
Íslandssaga.
Íslendingasögur.
Íslenzk og norræn fræði.
Sports. Chess.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Jólabækur Ísafoldar.
Kenslubækur - Skólamál.
Plays.
Listir og ljósmyndun.
Ljóð og rímur.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Law and order.
Food and Drinks.
Málfræði. Málvísindi - Orðabækur
Náttúrufræði - Landafræði.
Riddarasögur.
Ritgerðir, ræður og bréf.
Ótrúlega litlar bækur.
Sagnfræði. Saga lands og heims.
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
Skáldverk, þýdd.
Sérprent úr Bókum, Blöðum og Tím
Skuggi.
Stjórnmál og stjórnsýsla.
Magazines. News Papers.
Tónlist - Hljómplötur - Nótur.
Trúmál og andleg málefni.
Teiknimyndasögur.
Vesturheims prent.
Vísindi og tækni.
Þjóðhættir-Þjóðlegur fróðleikur.
Þjóðsögur og ævintýri.
Þórbergur Þórðarson
Ættfræði - Stéttatal.
Ævisögur og endurminningar.
Books in English.
Bækur á ýmsum tungumálum.
Ýmislegt skrítið og skemmtilegt
Gjafabréf Bókarinnar.
What's New?
Kvæði eftir Sólveigu Hvannberg # 81891
4.900 kr.
Information
Shipping & Returns
Privacy Notice
Conditions of Use
Contact Us
Á tveimur jafnfljótum # 59434
[Forlagsband, kápa]
Ólafur Jónsson
Our Price:
3.900 kr.
When dispatched:
1-3 dagar, að jafnaði.
Language:
Íslenska
Condition:
Góð og sem ný eintök.
Product no.:
#59434
Contents:
Á tveimur jafnfljótum. Minningaþættir. Ólafur Jónsson búnaðarráðunautur segir frá.
Ólafur fæddist að Freyshólum á Fljótsdalshéraði 23. mars 1895 en lést á Akureyri 16. desember 1980. Foreldrar hans hétu Jón Ólafsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Hann réðst til náms við Búnaðarskólann á Hvanneyri og fór svo á Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi 1924. Sama ár var hann ráðinn framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands og settist að í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Árið 1949 lét hann af störfum í Gróðrarstöðinni og gerðist jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og síðar (1955) ráðunautur hjá Sambandi nautgriparæktarfélaganna þar. Þar vann hann til 1965 er hann varð sjötugur. Auk þessara starfa stundaði hann jafnan rannsóknir á öðrum sviðum í frístundum sínum og sinnti skáldskap.
Ólafur ritaði margt um jarðfræði Íslands og ber þar hæst rit hans Ódáðahraun í þremur bindum (1945), Skriðuföll og snjóflóð í tveimur bindum (1957), Dyngjufjöll og Askja (1962) og Berghlaup (1976).
Ólafur ferðaðist um Ódáðahraun og Mývatnsöræfi hvert sumar á árunum 1937 til 1945 og vann skipulega að könnun á landslagi, jarðfræði og gosminjum. Jafnframt safnaði hann heimildum um þessi svæði. Afraksturinn varð ritverkið Ódáðahraun, sem kalla má sígilt rit á sínu sviði, prýtt teikningum Ólafs og ljósmyndum Eðvarðs Sigurgeirssonar, sem var ferðafélagi Ólafs í mörgum Ódáðahraunsferðum.
Í Skriðuföllum og snjóflóðum rekur Ólafur meðal annars vendilega rannsóknir sínar á stórum forsögulegum skriðum og berghlaupum á Íslandi. Einnig segir hann frá og lýsir nokkrum stórskriðum erlendis. Annar hluti ritsins er síðan snjóflóðafræði og snjóflóðasaga landsins. Ritið er að miklu leyti ávöxtur af rækilegri heimildakönnun þar sem Ólafur fór í gegnum annála, tímarit og blöð og skrifaði upp úr þeim allt sem laut að skriðum og snjóflóðum. Auk þess talaði hann við fólk sem mundi eftir slíkum atburðum og fór um landið og kannaði verksummerki. Ólafur tók sér tveggja ára frí frá sínum föstu störfum til að sinna þessu viðamikla rannsóknarverkefni og ritum bókanna. Ólafur kallaði fræðigrein sína ofanfallafræði og á því sviði var hann bæði brautryðjandi og frumkvöðull hérlendis.
Dyngjufjöll og Askja er lítil bók sem gefin var út árið 1962, skömmu eftir gosið í Vikraborgum í Öskju. Þá hafði vaknað mikill áhugi á Öskju, eðli hennar og eldgosasögu. Fáir þekktu betur til í Dyngjufjöllum og Öskju en Ólafur eða voru betur fallnir til að svala fróðleiksfýsn landsmanna um þessar fáförnu öræfaslóðir. Þess má til gamans geta að Ólafsgígar við Öskjuvatn eru nefndir eftir Ólafi.
Síðasta stóra vísindarit Ólafs Jónssonar var Berghlaup, sem kom út 1976. Í Skriðuföllum og snjóflóðum hafði hann fjallað nokkuð um „forn framhlaup“ úr fjöllum, sem hann nefndi svo, því langflest þeirra höfðu orðið á forsögulegum tíma. Eftir 1957 einbeitti hann sér að rannsóknum á þessum miklu skriðum, sem hann gaf íslenska fræðiheitið berghlaup. Hann fór vítt og breitt um landið, skoðaði hlaupin og gerði ýmsar athuganir, mældi fallhæð og hlauphorn, skoðaði berggerð, áætlaði flatarmál og rúmmál. Hann lagði líka mat á aldur þeirra og beitti þá meðal annars gjóskulagaathugunum. Hann grennslaðist fyrir um örnefni, lýsti hlaupunum, teiknaði langsnið og tók ljósmyndir. Upphaflega ætlaði Ólafur sér að gera heildarúttekt á öllum meiriháttar berghlaupum landsins en honum entist ekki starfsþrek til þess enda orðinn sextugur þegar verkið hófst. Þó náði hann að lýsa yfir 200 hlaupum í máli og myndum. Bókin var gefin út af Ræktunarsambandi Norðurlands á áttræðisafmæli hans 1975.
Product details:
Reykjavík. Leiftur, 1971-1972.
Notifications
Notify me of updates to
Á tveimur jafnfljótum # 59434
Tell A Friend
Tell someone you know about this product.
Reviews
Write a review on this product!
Languages
11/19/2024
Copyright © 2003
osCommerce
Powered by
osCommerce