Innihald Komið víða við. Endurminningar og sagnaþættir. Þórarinn Gr. Víkingur rekur ævi sína. Höfundurinn Þórarinn Gr. Víkingur, hefur kannað ýmsa stigu og mergt reynt á lífsleiðinni. Alinn er hann upp í Kelduhverfi í N. Þingeyjarsýslu, og standa að honum merkir ættstofnar þar nyðra. Þar lifði hann sín manndómsár. Hálffimmtugur ræðst hann til Ameríkuferðar með fjölskyldu sína, allt vestur til Kyrrahafsstrandar. Þar dvelst hann um skeið, og er þó ekki við eina fjöl felldur, því hann fer það víða um, þar á meðal til Alaska. Aftur kemur hann til Íslands, stofnar til búskapar á ný og gerist bóndi á Vattarnesi við Reyðarfjörð.
|