Innihald Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands. Hendrik Ottósson rekur minningar sínar. Hendrik segist fæddur í Vesturbænum í Reykjavík 8. október, og skrifar Vesturbænum með stórum staf. Í umsókn sinni fyrir inntöku í Blaðamannafélagið tíundar Hendrik tíundar helstu æviatriði sín af nokkurri gamansemi í umsókn sinni.
„Um Hendrik er er fátt gott að segja, en margt misjafnt. Það skásta er:
Tók fremur lélegt súdentspróf (haud illaud.), ennþá lélegra examen philosophicum (illaud). Var flestum kennurum til angurs. Föndraði frá æsku við stjórnmál. Var fyrst í Sjálfstæðisflokknum gamla, en gekk svo 1917 í Alþýðuflokkinn og var í honum til hausts 1930, er Kommúnistaflokkurinn var stofnaður. Stundaði nám í Kaupmannahöfn og síðar í Reykjavík. Fór til Rússlands árið 1920. Samdi rit, Ávarp til ungra alþýðumanna, 1923 og annað, Einar Nielsen, 1924. Hvort tveggja nauða ómerkileg plögg. Fékkst við málakennslu í Reykjavík 1926-1940 og þótti heldur góður kennari þótt sjálfur segi frá. Lenti í „ástandinu“ snemma árs 1941, fyrst hjá Hans Hátign Georgi VI og síðar hjá Franklin D. Roosevelt og var innsti koppur í búri hjá honum og að honum látnum hjá Harry S. Trumanni. Hóf starf á Fréttastofu útvarpsins eins og frá er skýrt. Hefi skrifað fjórar bækur síðan, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmanlands (1948), Gvendur Jóns og ég (1949), Gvendur Jóns stendur í stórræðum (1950) og Vegamót og vopnagnýr (1951). Fleira verður ekki talið.“
|