Minn aðgangur
|
Skoða körfu
|
Ganga frá pöntun
Ítarleit
Forsíða
»
Vörulisti
»
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
»
Flokkar
Afmælisrit.
Áhugamál.
Áritaðar bækur. Bókmerki.
Barna- og unglingabækur.
Bækur um bækur og bókamenn.
Bændur og búalið.
Einnar bóka höfundar.
Fágætar bækur.
Ferðabækur. Um lönd og lýði.
Félags- og hugvísindi.
Gunnar Gunnarsson.
Goðafræði Grikkja og Rómverja.
Hagfræði - Viðskipti.
Halldór Kiljan Laxness.
Heilsa og lífsstíll.
Héraðssaga.
Íslandssaga.
Íslendingasögur.
Íslenzk og norræn fræði.
Íþróttir og leikir.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Jólabækur Ísafoldar.
Kenslubækur - Skólamál.
Leikrit.
Listir og ljósmyndun.
Ljóð og rímur.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Lögfræði. Lög og regla.
Matur og drykkur.
Málfræði. Málvísindi - Orðabækur
Náttúrufræði - Landafræði.
Riddarasögur.
Ritgerðir, ræður og bréf.
Ótrúlega litlar bækur.
Sagnfræði. Saga lands og heims.
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
Skáldverk, þýdd.
Sérprent úr Bókum, Blöðum og Tím
Skuggi.
Stjórnmál og stjórnsýsla.
Tímarit - Dagblöð.
Tónlist - Hljómplötur - Nótur.
Trúmál og andleg málefni.
Teiknimyndasögur.
Vesturheims prent.
Vísindi og tækni.
Þjóðhættir-Þjóðlegur fróðleikur.
Þjóðsögur og ævintýri.
Þórbergur Þórðarson
Ættfræði - Stéttatal.
Ævisögur og endurminningar.
Bækur á Ensku.
Bækur á ýmsum tungumálum.
Ýmislegt skrítið og skemmtilegt
Gjafabréf Bókarinnar.
Nýtt!
Foden´s Grand Method for Guitar # 81622
2.900 kr.
Upplýsingar
Sendingarmáti
Persónuupplýsingar
Um okkur
Hafðu samband
Hraunabræður # 61713
[Forlagsband]
Árni Þorkelsson
Verð:
1.900 kr.
Afgreiðslutími:
1-3 dagar, að jafnaði.
Tungumál:
Íslenska
Ástand:
Gott eintak.
Vörunúmer:
#61713
Innihald
Hraunabræður. Skáldsaga eftir eftir Árna Þorkelsson. Halldór Pétursson gerði myndirnar. Arnór Sigurjónsson ritar um höfund sögunnar.
Hraunabræður er skáldsaga sem gerist á Siglufirði og í Fljótum um miðja nítjándu öldina. Höfundur sögunnar er Árni Þorkelsson. Árni var fæddur á Núpun í Aðaldal árið 1841. Hann réðist, vorið 1857, vinnumaður til Guðjóns bróður sínas sem þá bjó að Borgum í Grímsey og fór hann aldrei vistferlum úr eynni eftir það. Árni kvæntist Kristrúnu Ingveldi Tómasdóttur frá Borgum árið 1862 og bjuggu þau fyrstu árin á Sveinsstöðum í Grímsey. Basl og fátækt setti mark sitt á heimilið. Árni var hneigður til bóklesturs og var ef til vill af þeim sökum ekki nógu iðinn við brauðstritið. Bækur voru fáar í Grímsey á þessum árum en vinfengi Árna við séra Sigurð Tómasson í Miðgörðum og Jónatan Daníelsson í Efri Sandvík komu honum við góða við útvegun lesefnis. Árni missti konu sína 1872 en árið eftir gekk hann að eiga Kristjönu Guðmundsdóttur sem þá var ekkja eftir Kristján Jónatanson í Neðri Sandvík og bjó Árni þar uppfrá því. Í Neðri Sandvík búnaðist Árna vel og reis til metorða og forystu í Grímsey. Hann batt bækur, smíðaði báta og reisti baðstofur. Á samkomu í Grímsey flutti Árni tillögu um að efnt yrði til samskota um land allt til að kaupa vöruflutningaskip, sem yrði í förum fyrir íslensku verslunarfélögun sem þá voru að komast á legg. Hann fylgdi þessari hugmynd eftir með grein í Norðurfara en ekki hlaut þessu hugmynd góðar undirtektir á fastalandinu, þótt að síðar hafi hún gengið eftir með stofnun Eimskipafélags Íslands.
Árni lagði stund á ritstörf og skáldskap. Hann orti sálma og hafa sumir talið að útgáfa hans á
Kvöldsálmum til brúkunar í heimahúsum
hafi verið beint gegn séra Pétri Guðmundssyni en hann hafði þá nýlega sent frá sér
Morgunsálma
. Hraunabræður er eina skáldsagan sem út hefur komið eftir Árna. Heimildir herma að handrit að skáldsögu
Mórauðir vettlingar
hafi verið í handrit í eigu séra Matthíasar Eggertssonar. Einnig skrifaði Árni mikið rit um ættir landnámsmanna. Það er eins konar blanda af vísindariti og hugarflugi höfundar.
Menningarviðleitni Árna og annarra Grímseyinga barst Willard Fiske til eyrna og varð m.a. til þess að Fiske hóf að senda Grímseyingum bækur og skáktöfl um aldamótin nítjánhundruð.
Um bókina
Reykjavík. Helgafell, 1948.
Þeir sem keyptu þessa bók keyptu einnig
Mannamunur # 69750
Sagan af Heljarslóðarorrustu # 62965
Gandreiðin # 64192
Tilkynningar
Látið mig vita um breytingar á:
Hraunabræður # 61713
Segðu vini frá
Segðu einhverjum frá þessari vöru.
Umsagnir
Skrifa umsögn
Tungumál
05/11/2024
Bókin
©
bokin@simnet.is