Contents: Hlálegar ástir. Smásögur eftir Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýddi. Í þessum sjö smásögum skoðar Kundera margar viðkvæmustu hliðar mannlífsins í spéspegli, en meðal viðfangsefna hans eru ást og kynlíf, sýnd og reynd, einstaklingsbundinn húmor í húmorslausu samfélagi og sjálfsvirðing einstaklingsins. Sögurnar komu fyrst út í Prag árið 1968, skeiði frelsis, léttlyndis og vona um mannúðlegri heim, sem lauk svo snarlega þegar Sovétmenn gerðu innrás í borgina skömmu síðar. Ásamt Óbærilegum léttleika tilverunnar er þetta sú bók Kundera sem mestra vinsælda hefur notið víða um heim. (Bókatíðindi 2002).
|