Innihald Svarta liljan. Skáldsaga eftir H. Rider Haggard. Björn Magnússon þýddi. Sagan gerist, eins og flestar bækur Haggard, meðal villtra þjóðflokka Afríku, þar sem mannslífið er metið lítið, en vald hins sterka er virt. Svarta liljan er afburða fögur stúlka, sem veldur fjölda manna dauða og þjáninga með fegurð sinni. Bókin er frá upphafi blóðug barátta um ástir, auð og völd og er þar lýst hraustum hetjum, sem eigi brugðu sér við sár né bana. Hinar hraustu kempur, Úlfabræðurnir minna t.d. mest á hetjurnar á Víkingaöldinni, því að hver sá, sem verður fyrir höggi af öxi þeirra eða kylfu, hlýtur bráðan bana. (Káputexti).
|