Innihald Skútuöldin. Skráð hefur Gils Guðmundsson. Í Alþýðublaðinu 10. desember 1944 er sagt frá Skútuöld Gils Guðmundssonar. Þar segir; "Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson,
fyrra bindi, er komin út. Saga þilskipaútgerðar á Íslandi frá öndverðu og þar til henni lauk að fullu. Yfirgripsmikið, ítarlegt og
skemmtilegt rit um eitt allra merkasta tímabilið í atvinnusögu þjóðarinnar.
Skútuöldin er mikið rit. Fyrra bindið er um 600 bls., prýtt 200 myndum af skipum, útgerðarstöðum, útgerðarmönnum, skipstjórum og skipshöfnum. Síðara bindið; sem kemur út snemma á næsta ári, verður álíka að stærð og einnig prýtt miklum fjölda mynda. í þessu ritverki er geysimikill fróðleikur saman kóminn og mikill fjöldi manna kemur þar við sögu.
Þilskipaútgerðin var undirstaða alhliða vakningar í íslenzku þjóðlífi á öldinni sem leið. Með
þessu stórmerka ritverki Gils Guðmundssonar, er þilskipaveiðunum, útgerðarmönnum skipanna, skipstjórunum og „skútukörlunum" gerð þau skil sem þeim eru samboðin.
Þetta er jólabók Íslendinga í ár."
|