Innihald Góð bók og gagnleg fyrir suma, þ.á.m. sósíalista, kvennalistakonur, vinstri framsóknarmenn, skynsama krata og viðtalshæfa íhaldsmenn. Greinar, ræður og pistlar og ádrepur frá löngum ferli Jónasar Árnasonar í blaðamennsku og stjórnmálum, - og svo er bókarauki: Fjórtán bréf frá New York til meistara Þórbergs. Kápumynd og kaflalýsingar Tolli. "Af bók þessari, sem er helguð minningu Kristins E. Andréssonar, eru gefin út 500 tölusett og árituð eintök. Þetta eintak er hið 385 í röðinni." Hér undir rita nöfn sín Jónas Árnason og Tolli.
|