Innihald Læknablað Guðmundar Hannessonar. Gott eintak, tölusett nr. 173).
Í tilefni aldarafmælis Guðmundar Hannessonar prófessors hinn 9. september 1966 ákváðu stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur að heiðra minningu hans með því að láta ljósprenta Læknablað það er hann gaf út á Akureyri 1902 - 04. Ljósprentun þessi er geri í 500 tölusettum eintökum eftir eintaki af blaðinu, sem verið hefur í eigu eiginkonu Guðmundar, frú Karólínu Ísleifsdóttur, en er nú varðveitt í Háskólabókasafni. Prófessor Guðmundur skrifaði allt blaðið eigin hendi, hektograferaði nokkur eintök og sendi starfsbræðrum sínum á Norður- og Austurlandi. Þetta er fyrsta Læknablað, sem út kom á Íslandi, alls þrír árgangar. (Úr formála)
|