Innihald Játning. Lag Sigfúsar Halldórssonar við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Arr. Carl Billich.
Játning
Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr,
hver dagur, sem ég lifði’ í návist þinni.
Svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr
hver minning um vor sumar stuttu kynni.
Og ástaljóð til þín verður ævikveðja mín,
er innan stundar lýkur göngu minni.
Þá birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr,
hver dagur, sem ég lifði’ í návist þinni.
|