Innihald Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar.
Árið 1817 sendi fornleifanefndin í Kaupmannahöfn (Commissionen for Oldsagers Opbevaring) fyrirspurnir um fornleifar ýmiskonar, sögusagnir um fornmenn, merkileg pláss, fornan átrúnað, hjátrú o.fl. til biskups og amtmanna á Íslandi, en þeir dreifðu spurningalistum til presta, og á næstu árum, 1817-1823, bárust nefndinni svör hvaðanæva að af landinu. Ritið Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 er heildarútgáfa á öllum þeim svarbréfum sem hafa varðveist. Sveinbjörn Rafnson prófessor hefur búið ritið til prentunar og ritað skýringar og inngang. Frásögurnar eru úr flestum kirkjusóknum á landinu og samdar af hátt á annað hundrað prestum og einstökum embættismönnum öðrum. Í þeim er merkilegur fróðleikur um íslenskar fornminjar, kirkjugripi, örnefni, þjóðtrú og sagnir, og þar á meðal eru þjóðsögur sem ekki höfðu áður verið festar á blað.
|