Contents: Barðstrendingabók. Búið hefir undir prentun Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Í Morgunblaðinu 23. júní 1943 er sagt frá útkomu Barðstrendingabókar. Þar segir m.a. "Það er nú nokkuð farið
að tíðkast með oss íslendingum, að gefa út hjeraða- og sýslusögur og lýsingar. Barðstrendingabók, sem komin er út fyrir skemstu, er ein í flokki þessara bókua, sem áður eru út komnar, ber hún mjög af
í ýmsu, en þó sjerstaklega með mikla myndaauði, sem í henni gefur að líta. Það mun og vera algert nýmæli í undirbúningi slíkrar bókaútgáfu, að snjall
ljósmyndari sje sendur gagngert út af örkinni, til þess að taka myndir í bókina, en þannig var það með Barðstrendingabók. Þorsteinn Jósefsson blaðamaður fór vestur í fyrra sumar og tók margar myndir, en allir þekkja handbragð hans í þeirri grein. Eru í bókinni 64 hinar prýðilegustu myndir úr sýslunni, af höfuðbólum, fögru landslagi og sögufrægum stöðum, ennfremur af atvinnuháttum og dýralífi. En lesmálið gefur ekki
eftir myndunum. Það er ritað af hinum gagnfróðustu og færustu Barðstrendingum, og má þar nefna þá Kristján Jónsson frá GarðstÖðum, sem einnig bjó bókina undir prentun, Guðjón Jónsson, Pjetur Jónsson frá Stökkum, sjera Árelíus Níelsson, Bergsveinn Skúlason, Ingivald Nikulásson, Eyjólf Sveinsson, Svein
Gunnlaugsson, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Djúpadal, Þórð Jónsson frá Firði og
Hafliða Eyjólfsson."
|