Innihald Íslenzk mannanöfn. Hermann Pálsson tók saman. Á bók þessa eru skráð flest þau mannanöfn og kvenna, sem íslenzk teljast að lögum og fornri landsvenju. Nöfnunum fylgja drög að skýringum á merkingu þeirra, uppruna og ferli. Fyrir framan aðalskrárnar eru birtar yfirlitsgreinar og skrár um lög um mannanöfn, nöfn og sögu, samsett nöfn, viðliði í karla og kvennanöfnum og loks um aðskotsnöfn, þar sem greint er frá helztu útlendu mannanöfnum sem tíðkast hafa á Íslandi. (Káputexti).
|