Innihald Dvergaskip. Ljóðmæli eftir Jónatan Jónsson.
Dvergaskip er eftir því sem næst verður komist eina bók höfundar. Jónatan Jónsson fæddist á Þangskála á Skaga hinn 17. september 1917, sonur hjónanna þar, Jóns Sveinssonar kennara og Maríu Jóhönnu Sveinsdóttur. Móðir hans dó snemma árs 1929, og fóru þá þrír yngstu bræðurnir, þar á meðal Jónatan, að Bergþórshvoli í Landeyjum til bróður þeirra, síra Jóns Skagan, sem þarvar þá prestur. Kennaraprófi lauk Jónatan 1941 og stúdentsprófi 1945. Hann stundaði nám í heimspekideild Háskóla Íslands árin 1946-51. Þá vann hann um skeið á Pósthúsinu í Reykjavík og enn síðar var hann kennari á Skagaströnd. Mörg síðustu árin átti hann við vanheilsu að stríða og var þá oft og lengi sárþjáður. Eftir hann liggur ljóðabókin Dvergaskip, sem kom út 1975. Hann lézt hinn 14. september 1990. Gott eintak, áritað.
|