Contents: Frá Skólavörðustíg að Skógum í Öxarfirði. Minningaþættir. Þórunn Elfa Magnúsdóttir segir frá. Þórunn Elfa er Reykvíkingur en síðari hluta bernsku sinnar ólst hún upp í Öxarfirði. Ung dvaldi hún við nám í Noregi, síðar í Svíþjóð. Þórunn Elfa byrjaði ung að yrkja. Hún beindi bóklegri menntun sinni markvíst að því "að læra til verka", og bera ritverk hennar þess merki. Hún hefur lagt stund á allar greinar bókmennta, samið skáldsögur, smásögur, barnasögur, ferðaþætti, minnningar og ritgerðir um margvísleg efni. Síðastliðið ár kom út eftir hana ljóðabók Elfarniður, sem þegar hlaut sérstöðu meðal ljóðabóka, ljóðahættir Þórunnar Elfu, sem einatt eru í frjálsu formi eru glitaðir rími, hún yrkir oft hefðbundið, en endurnýjun ljóðagerðar virðist þó vera henni hugstæðari. (Káputexti).
|