Contents: Fjallamenn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal.
Guðmundur Einarsson, listamaður kenndur við Miðdal, var einn af forystumönnum Fjallamanna. Hann sór þess dýran eið að byggja skála á Fimmvörðuhálsi, einmitt á þeim stað er tjald hans fauk vor eitt, líklega í byrjun fjórða áratugarins. Eiður hans var svohljóðandi: "Í áheyrn ykkar þriggja fóstbræðra minna sver ég við Goðastein, Stórkonufell, Einhyrning, Heljarkamb, Hvítmögu, Entu og Kötlu að reisa hér á þessum stað skála Fjallamanna. Ég bið dverga og hamratröll að heyra orð mín og veita stuðning. Hann sem skóp þessi fjöll bið ég að veita mér styrk í starfinu."
|