Contents: Jói og týnda filman. Drengjasaga eftir Knud Meister og Carlo Andersen. Skúli Jensson þýddi. Þetta er frásögnin af því, þegar Jói og hinn feiti vinur hans, Erlingur, gerðust kvikmyndaleikarar. Dularfullt innbrot er framið í kvikmyndaverinu og stolið þaðan dýrmætum filmuspólum af nýrri kvikmynd. Jóa er falið að reyna að komast að hver framið hefur þjófnaðinn og tekst það að lokum, enda þótt óbyrlega blási um stund, þar sem inn í þetta blandast njósnamál, sem Jóa tekst einnig að leysa. (Káputexti).
|