Contents: Skuggabox. Skáldsaga eftir Þórarinn Eldjárn. Þekkirðu náunga sem heitir Sveinbjörn Egilsson? Bílstjórinn hristi höfuðið. - Nei, sagði hann, á hvaða stöð er hann? - Ég veit það ekki, einhvers staðar á Rosmhvalanesi kannski. Bílstjórinn renndi í gegnum allan sinn persónufróðleik. Hann grandskoðaði starfsferil sinn á Suðurnesjum. Hann fór yfir árshátíðir, samningafundi og félagsfundi, blað félagsins og sögu þess, en varð ekki var. - Nei, því miður, ég held ég komi honum ekki fyrir mig. Kort þakkaði fyrir og steig út úr bílnum. Hann gekk spölkorn eftir gangstétt í átt að dyrunum á Víðavangi. Bíllinn ók af stað. Skyndilega stansaði hann og bakkaði í áttina til hans aftur, bílstjórinn hafði skrúfað niður gluggann og kallaði til hans: - Heyrðu, var það ekki hann sem þýddi Hómerskviðurnar?
Gott eintak, áritað af höfundi.
|