Contents: Gígí. Skáldsaga eftir Colette. Þýðandi Unnur Eiríksdóttir. Hið raunverulega nafn Colette er Gabrielle de Jovenel. Hún fæddist árið 1873 og dó 1954, þá löngu heimsfræg fyrir skáldskap sinn, enda talin meðal beztu rithöfunda Frakka á þessari öld, Colette lýsir komum af mikilli snilld - og reyndar karlmönnum líka. Henni tekst flestum betur að vera djörf án þess að nota grófyrði. Henni er vel ljóst að manneskjan er bæði sál og líkami, samofið, óaðskilanlega. Hún skrifar mikið um samskipti kynjanna, hins veikara og sterkara, en þó skortir hvergi djarft raunsæi, og á það ef til vill ekki minnstan þa´tt í þeim vinsældum sem hún nýtur um heim allan. Þessi saga, GIGI, er samin árið 1954. Hún hefur verið kvikmynduð og hlotið einróma lof. Vantar þó í kvikmyndina talsvert af þeim töfrum, sem bókin býr yfir. Myndirnar sem prýða bókina eru úr kvikmyndinni. (Káputexti).
|