Innihald Valur & leikhúsið. Jóhannes Helgi tók saman og skráði. Valur Gíslason hefur framar öllum öðrum núlifandi mönnum orpið ljóma á íslenskt leikhús - og um leið sett svip á samtíð okkar. Hann rekur hér æviferill sinn hógværum orðum, áttræður að aldri - og fimm þjóðkunnir leikhúsmenn fjalla, hver með sínum hætti, vítt og breitt um listamanninn og manninn - í heimi leikhússins og utan hans. Bókin geymir að auki einstakt myndefni sem sýnir persónusköpun Vals, öll gervi hans og hlutverk á sviði og í sjónvarpi á meira en hálfrar aldar leikferli, á þriðja hundrað talsins. (Káputexti).
|