Innihald Hvammar. Ljóðmæli eptir Einar Benediktsson.
Einar fæddist október árið 1864. Faðir hans, Benedikt Sveinsson, var kunnur stjórnmálamaður og athafnamaður, en móðir Einars, Katrín Einarsdóttir, vel gefin kona og mælsk. Sagði Einar sjálfur að frá henni hefði hann fengið skáldagáfuna. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík og varð stúdent 1884. Þaðan lá leiðin í Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann nam lögfræði og lauk því námi árið 1892.
Hvammar
Hér gljá þeir í allra átta sól
út og suður, með blómguð skjól.
Við hvammana sátust blessuð ból,
sem bundu moldir og sanda.
Þar treindist vor björk, undir tönn og hníf,
þar treysti á stofna, þar ólust líf,
við ísa op bál, undir höggi og hlíf,
sem hagvenja barnsins anda.
Þar áttuðust hugir við útrænt skaut;
til alveldis beinist ein skínandi braut;
þar fullvaxta sál, við sigraða þraut,
fær sjón yfir röðla og jarðir.
Háförul, djúpsækin hœðamögn
hrærast i duptsins lægstu ögn.
Og boðskapir óma, í engla þögn,
út yfir foldanna hjarðir.
|