Innihald Ég ber ađ dyrum. Ljóđ eftir Jón úr Vör. Ţetta er 3. útgáfa. Gott eintak. Áritađ "Bestu ţakkir fyrir bókina".
Ég ber ađ dyrum
Ég er rukkari.
Í morgun hringdi ég dyrabjöllu
eins glćsilegasta hússins í bćnum.
Ţađ er húđađ utan međ hrafntinnu
og tröppurnar eru úr silfurbergsmulningi.
Ung stúlka kemur til dyra,
hún er í ermalausum morgunkjól.
Ţađ er vinnukona.
-Er húsbóndinn viđ? spyr ég
og hampa reikningnum.
-Nei, hann er nýgenginn út.
Röddin er stoltlaus og ţýđ.
-En frúin? spyr ég
međ hćgđ eftir hikandi ţögn.
-Ekki heldur,
og brosir.
Ég ţakka,
tek ofan hattinn
og hneigi mig.
-Sćlar, hvísla ég.
-Sćlir.
Um leiđ og ég loka hliđinu
lít ég snöggvast til baka,
hún stendur ţá ennţá í dyrunum,
brosir til mín bláum augum
og rauđum vörum.
Svo geng ég frá húsi til húss,
frá dyrum til dyra,
allan daginn frá morgni til kvölds,
alls stađar illa ţeginn,
óvelkominn gestur
og viđtökurnar eftir ţví.
Eins og ég, vesall rukkari,
eigi sök á kreppunni,
atvinnuleysinu
og öllum vandrćđum
skuldunautanna?
Og eitt er víst:
ađ fćstir eru fúsir til ađ borga,
flestir auralausir,
ađ minnsta kosti í svipinn.
Komdu á morgun, góđi,
segja ţeir,
seinna,
í miđri vikunni,
um mánađamótin,
einhverntíma,
aldrei.
Og loks er dagurinn á enda
og ráp mitt stöđvađ,
hvíld,
ţögul ţungbúin nótt.
En blóđ mitt kyrrist ekki,
ţađ slćr enn í takt viđ hringiđu dagsins
og strćtaysinn,
ćst og óstöđvandi.
Og hún,
ţessi fallega vinnukona,
sem fann skyldleika okkar
í umkomuleysinu,
undirgefninni,
hún brosir í hug mínum,
hlćr í ţögninni.
Á morgun?
Hver veit hvađ gerist á morgun?
Kannski eitthvađ skrítiđ,
eitthvađ fallegt.
Hver veit.
|