Innihald Lykkjuföll. Nokkur smá kvæði eftir H.E. Magnússon. Lykkjuföll er eina bók Halls Engilberts Magnússonar. Hallur Engilbert Magnússon (1876-1961), fæddur á Sauðárkróki, húsmaður á Búðareyri í Seyðisfirði, síðar smiður í Winnipeg í Manitoba, Kanada, síðast verslunarmaður í Seattle í Washingtonfylki, Bandaríkjunum. Foreldrar: Magnús Sölvason Olson smiður í Fjarðaröldu í Seyðisfirði, síðast á Point Roberts í Washingtonfylki, Bandaríkjunum, og barnsmóðir hans Ragnhildur Grímsdóttir vinnukona á Sauðárkróki.
Mistök
Ef húsbóndin ætlar að aga
með ávítum sonin til bóta,
þá hleypur kálfur að klaga
en konan og móðirin hóta.
|