Innihald Ást og öngþveiti í Íslendingasögum. Eftir Thomas Bredsdorff. Þýðandi Bjarni Sigurðsson. Í bókakynningu í Þjóðviljanum 14. desember 1974 er sagt frá Ást og öngþveiti. "Thomas Bredsdorff er ungur danskur fræðimaður, kennari í norrænum bókmenntum við Hafnarháskóla. Ást og öngþveiti hefur að
geyma rannsóknir á lífsmynd Íslendingasagna, en er þó umfram
annað skilgreining á nokkrum
frægustu fornsögum vorum, svo
sem Egils sögu, Gisla sögu Súrssonar, Njáls sögu, Grettis sögu og
Laxdælasögu. Þekking höfundar
og hugkvæmni verður ekki dregin
i efa, enda kemst hann i bók sinni
að ýmsum markverðum og nýstárlegum niðurstöðum. M.a.
sýnir hann fram á, að bak við hinar auðsæju uppistöðumyndir
verkanna, sem speglast i blóðugum átökum um völd og heiður,
má auðveldlega greina annað
sagnamynstur, hinar ástriðufullu
ástir og hætturnar, sem þjóðfélaginu eru búnar, þegar þeim er
fylgt eftir án þess að hirt sé um
lög og réttarreglur. Þannig verða
Íslendingasögurnar að mati höfundarins tilraun til að skýra ástæðuna fyrir öngþveiti og upplausn hins islenska þjóðveldis, en í lokakafla er greint frá þvi, að hvaða leyti þessar athuganir koma heim við fyrri rannsóknir á
sögunum."
|