|
 |
Innihald Orðspor daganna. Ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur.
Kona
Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
- kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.
Það bregst ekki.
|
Um bókina Reykjavík. Mál og menning 1983.
|
 |
|
 |
|
 |
|