Innihald Grikklandsgaldur. Undir leiðsögn Sigurðar á fornar og sögufrægar slóðir. Ljósmyndir Bragi Þ. Jósefsson. Sigurður A. Magnússon felldi ungur ást til Grikklands. Hann stundaði þar nám og gerðist síðan frábær leiðsögumaður og hollvinur þúsunda íslendinga, sem þráðu að kynnast hium fornu sögustöðum. Bragi Þ. Jósefsson ljósmyndari fór með í síðustu leiðsöguferð Sigurðar og er þessi glæsibók árangur af samstarfi þeirra. Velkomin í Grikklandstöfra. Við heimsækjum m.a. Aþenu, Ólympíu, Delfí, Þessalóníku, Efesos og eyna Krít.
|