Innihald Njóla eða Hugmynd um alheimsáformið eptir Björn Gunnlaugsson, yfirkennara og riddara dannebrogsorðunnar.
Hér er þriðja útgáfa Njólu Björns Gunnlögssonar. Njóla kom fyrst út í Viðey 1842.
Björn Gunnlaugsson (28. september 1788 – 17. mars 1876) var landmælingamaður og höfundur stjörnufræðirita. Hann starfaði þó mestan hluta ævinnar sem kennari, fyrst við Bessastaðaskóla, en fluttist með skólanum til Reykjavíkur og varð síðar yfirkennari. Þegar Björn útskrifaðist árið 1808 skrifaði Geir Vídalín stúdentsvitnisburð hans, en í honum skrifar hann loflega um föður hans, Gunnlaug Magnússon, og er hans þar getið sem mikils hugvitsmannns: „Þessi loflegi yngismaður [Björn þ.e.a.s.] er fæddur árið eftir Krists fæðingu 1788 á Tannstöðum innan Húnavatnssýslu, hvörs faðir er Gunnlaugur Magnússon, fátækur bóndi, en í dyggð og gamalli falslausri tryggð, aungra eftirbátur, sem hjer að auki er gæddur námsgáfum svo ferðugum og liðugum sjerdeilis í mælingar- og byggingarfræði, að hann auðveldlega forþjenaði að nefnast eyju vorar Arcimedes, ef hann hefði ei vantað efni og konstar sinnar settu reglur; til vitnis hjer um, að jeg hafi ei oflofað hann, eru þær nýju maskinur, sem hann hefur oss veitt, til — að mæla með veg þann er maður ferðast — að setja upp fiskibáta með frá sjó og — til að andæfa með, fyrir utan aðrar sem sjálfar lofa síns höfunds ypparlega hugvit. Af slíkum föður er vor loflegi yngismaður fæddur.“ Fyrri kona Bjarnar var Ragnheiði Bjarnadóttur, ekkja Jóns adjunkts Jónssonar, sem fórst með póstskipi undir Svörtuloftum 1817. Þeirra sonur og stjúpsonur Björns var Bjarni Jónsson rektor. En dóttir þeirra Ragnheiðar og Bjarnar var frú Ólöf, kona Jens rektors Sigurðssonar. Ragnheiður lést 1834. Seinni kona Bjarnar var Guðlaug Aradóttir, ekkja Þórðar stúdents Bjarnasonar. Þeim Birni og Guðlaugu varð ekki barna auðið, er á legg kæmust. Guðlaug lést árið 1873.
Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn vann Björn til tveggja gullpeninga og var meðal annars aðstoðarmaður Heinrich Christian Schumacher, hins þýska stjörnufræðings, á Holtsetalandi í tvö ár.
www.wikipedia.org
|