Innihald Við brunninn. Ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk.
Skáld
Hrosshársbogann hef ég notast við.
Langspil gamalt lengi fast var knúið,
strengjafátt, en stillt við blóðsins nið.
Hljómgrunn lagið fann í fólksins sál,
lært það vor og löngum raulað undir,
hljótt í þraut, en hátt við gleðimál.
Ber ég nýjan boga að gömlum streng.
Hvort ég tónum hreinni næ en áður,
dæma aðrir, dulinn þess ég geng.
|