Bókin
My Account  |  Cart Contents  |  Checkout   
  Ítarleit
  Top » Catalog » Tryggvi Emilsson »

Categories
Afmælisrit.
Hobbies.
Autographed books. Ex Libris
Childrenbooks.
Books on Books.
Farmers.
One Book Authors.
Rare Books.
Travel Books.
Social sciences and humanities.
Gunnar Gunnarsson.
Goðafræði Grikkja og Rómverja.
Finance - Business.
Halldór Kiljan Laxness.
Health and lifestyle.
Héraðssaga.
Íslandssaga.
Íslendingasögur.
Íslenzk og norræn fræði.
Sports. Chess.
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Jólabækur Ísafoldar.
Kenslubækur - Skólamál.
Plays.
Listir og ljósmyndun.
Ljóð og rímur.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Law and order.
Food and Drinks.
Málfræði. Málvísindi - Orðabækur
Náttúrufræði - Landafræði.
Riddarasögur.
Ritgerðir, ræður og bréf.
Ótrúlega litlar bækur.
Sagnfræði. Saga lands og heims.
Skáldverk eftir íslenzka höfunda
Skáldverk, þýdd.
Sérprent úr Bókum, Blöðum og Tím
Skuggi.
Stjórnmál og stjórnsýsla.
Magazines. News Papers.
Tónlist - Hljómplötur - Nótur.
Trúmál og andleg málefni.
Teiknimyndasögur.
Vesturheims prent.
Vísindi og tækni.
Þjóðhættir-Þjóðlegur fróðleikur.
Þjóðsögur og ævintýri.
Þórbergur Þórðarson
Ættfræði - Stéttatal.
Ævisögur og endurminningar.
Books in English.
Bækur á ýmsum tungumálum.
Ýmislegt skrítið og skemmtilegt
Gjafabréf Bókarinnar.
What's New? more
Maurilaskógur # 79896
Maurilaskógur # 79896
9.500 kr.
Information
Shipping & Returns
Privacy Notice
Conditions of Use
Contact Us

Rímuð ljóð # 31379   [Forlagsband]
Tryggvi Emilsson

Rímuð ljóð # 31379
Our Price: 6.900 kr.
  
When dispatched: 1-3 dagar, að jafnaði.
Language: Íslenska
Condition: Gott eintak, tölusett og áritað nr. 129 af 500 eintökum.
Product no.: #31379
   



Contents:
Rímuð ljóð. Ljóð eftir Tryggva Emilsson.
Gott eintak, tölusett og áritað nr. 129 af 500 eintökum.

Tryggvi Emilsson verkamaður og rithöfundur fæddist 20.október 1902 í Hamarkoti, litlu bændabýli fyrir ofan Oddeyri á Akureyri, fimmta barn foreldra sinna af átta. Í fyrsta bindi ævisögu sinnar, Fátæku fólki (1976) lýsir hann væmnislaust en af nákvæmni harðri lífsbaráttu foreldra sinna allt ofan í dagvinnukaup föður síns aldamótaárið 1900 – það var 2 krónur og 56 aurar fyrir sextán stunda vinnudag í fiskvinnu eða við mokstur. Áhrifamiklar eru líka lýsingar hans á vinnudegi móður hans; í hennar hlut kom ekki aðeins að sjá um barnmargt heimilið, fæða það og klæða, heldur sá hún einnig um aðdrætti til þess – tíndi saman sitt af hvoru tagi í búðinni fyrir rýr laun eiginmannsins eða reyndi að slíta ölmusur út úr kaupmanni eða fátækrafulltrúa þegar heimilisfaðirinn fékk ekki vinnu eða lá veikur.
Móðir Tryggva dó frá börnum og eiginmanni þegar Tryggvi var sex ára, á veturnóttum 1908, og heimilið var leyst upp. Tryggvi var sendur alla leið suður til Reykjavíkur þar sem hann var hjá móðurbróður sínum og konu hans í tæp fjögur ár. Þá varð hann smali að Draflastöðum í Eyjafirði þar sem hann var í tvö sumur og síðan heilt ár við ömurleg kjör. Þaðan slapp hann við illan leik og var svo hjá föður sínum til sautján ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku í Árnesi og kvæntist heimasætunni þar, Steinunni, og í Baráttunni um brauðið (1977) og Fyrir sunnan (1979) lýsir hann basli þeirra á Akureyri, í sveitinni og í Reykjavík. Eru lýsingar Tryggva á landnemaárunum í Reykjavík algerlega einstæðar og óhemju mikilvægur fróðleikur um líf fátæklinga í höfuðstaðnum á árunum eftir stríð.
Tryggvi Emilsson gaf út fáein skáldverk í bundnu og óbundnu máli en það er ævisagan sem mun halda nafni hans á lofti meðan íslenska er töluð og lesin.
Athyglisgáfa Tryggva er aðdáunarverð og styrkur bókanna er sjaldgæf nákvæmni í lýsingum á atburðum, verklagi, aðbúnaði, tilfinningum og öðru sem lýst er. Þessari nákvæmni kann hann að beita bæði í þágu sagnfræði og listar. Það er því ekki síst rithöfundarhæfileikum hans að þakka að þessar bækur eiga eftir að vaxa stöðugt að gildi meðan einhver hefur áhuga á störfum og kjörum íslenskra lágstétta á 20. öld.
Tryggvi Emilsson lést árið 1993.



Product details:
Reykjavík. Heimskringla 1967.

Reviews

Notifications more
Notify me of updates to Rímuð ljóð # 31379
Tell A Friend
 
Tell someone you know about this product.
Reviews more
Write a review on this product!
Languages
Icelandic English
 

Copyright © 2003 osCommerce
Powered by osCommerce

osCommerce