Innihald Úr hnefa. Ljóđ eftir Árna Ibsen. Gott eintak, áritađ. Árni Ibsen fćddist í Stykkishólmi 17. maí 1948, en fluttist til móđurforeldra á Akranesi haustiđ 1952 ásamt móđur sinni og tveimur eldri systrum og ólst ţar upp. Árni lauk almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1970 og stúdentsprófi frá sama skóla 1971; hann brautskráđist međ BA gráđu í leiklist og enskum bókmenntum frá Exeter-háskóla á Englandi voriđ 1975. Árni kenndi ensku viđ Ármúlaskóla í Reykjavík 1970-72 og ensku, leiklist og listasögu viđ Flensborgarskóla í Hafnarfirđi 1975-79. Hann starfađi um langt árabil sem leiklistar-og bókmenntaráđunautur Ţjóđleikhússins og jafnframt sem ţýđandi og leikstjóri, en frá 1995 var hann sjálfstćtt starfandi rithöfundur. Hann gegndi fjölda trúnađarstarfa, sat m. a. í stjórn Leikskáldafélags Íslands frá 1989 og var formađur ţess 1998 - 2004.
Árni sendi frá sér nokkrar ljóđabćkur, m. a. Vort skarđa líf, Úr hnefa og A Different Silence, mikiđ, tvítyngt ljóđaúrval á bók og geisladiski sem kom út í Englandi og Bandaríkjunum haustiđ 2000. Seinasta verk hans var ljóđabókin Á stöku stađ međ einnota myndavél sem Bjartur gaf út sumariđ 2007. Eftir hann liggur fjöldi leikrita sem hafa veriđ ţýdd á tíu tungumál og sviđsett í Danmörku, Svíţjóđ, Noregi, Finnlandi, Fćreyjum, Ţýskalandi, Ungverjalandi, Eistlandi, Írlandi, Englandi og Bandaríkjunum, en hér heima hafa öll helstu atvinnuleikhúsin sýnt verk hans. Hann samdi einnig kvikmyndahandrit og margvíslegt efni fyrir útvarp og sjónvarp, ţćtti, stuttmyndir, leikrit og áramótaskaup. (www.bokmenntaborgin.is)
|