Innihald Sól á heimsenda. Saga eftir Matthías Johannessen.
Hvíta fiđrildiđ međ svarta skuggann flögrađi milli gulu blómanna. Ţau voru eins og sóleyjar á stćrđ en stóru fíflarnir viđ gangstéttina voru mannhćđarháir. Ţeir minntu ţá feđga á Lísu í Undralandi. Og ţađ var margt í umhverfi ţeirra sem var líkara undralandinu en bláköldum veruleika. Stórt pálmatré viđ miđbćinn í Carvoeiro sem var notađ eins og veitingahús, uppljómađ á kvöldin en undir löngum hangandi blöđum sátu sólbrúnir gestirnir og drukku létt vín. Hvít og rauđ vín. "Af ţví ađ sólin kveikti í berjunum," sagđi drengurinn. Hún kveikir líka í himninum. Skrúđgangan í Albufeira međ líkneski af guđsmóđur og stórum krossum. Og allir fóru inn í kirkjuna međ svarta krossinum. Litlar telpur í hvítum kjólum međ hvíta blómakransa um höfuđ og hvíta englavćngi á baki. "Sjáđu," sagđi drengurinn, "löggan tekur ofan fyrir guđsmóđur." Kona međ tösku á höfđi haldandi á stórum pokum, sínum í hvorri hendi, Líklega sveitakona, sagđi hún. Krakkarnir međ allavega litar blöđrur. Og hundur í öllum regnbogans litum. "Sjáđu, hvađ hann er sćtur," sagđi hún. "Pínkulítill," sagđi drengurinn. "Lítill og ljótur," sagđi hann. "Nei, fallegur." "Međ gamalt andlit," sagđi hann. "Ţetta er gamalmenni." "Nei, ţetta er hvolpur." "Jćja," sagđi fađir drengsins og gleymdi hundinum ţví ţađ var svo margt annađ ađ sjá í gamla bćnum Faro. "Ég ćtla ađ kaupa svona hund ţegar ég er orđinn stór," sagđi drengurinn og benti á rauđbrúnan setterhund međ lafandi eyru. "Hann er svo fallegur. Og hann er ekki gamall." "Já, ţetta er fallegur hundur," sagđi móđir hans. "Hérna voru serkirnir," sagđi fađir hans. "Ha?" sagđi drengurinn. "Márarnir," áréttađi móđir hans. "Já, hérna byggđu ţeir húsin sín," sagđi hann. "Og ţetta er virkisveggurinn ţeirra. Hér hrundu mörg hús í skjálftunum 1755." "Var jarđskjálfti?" sagđi drengurinn hikandi. "Ţađ er langt síđan," sagđi hún.
|