Innihald Undir Svörtuloftum. Ljóð eftir Braga Sigurjónsson. Í Eimreiðinni 4. hefti 1954 er fjallað um Svörtuloft Braga Sigurjónssonar. Þar segir m.a.: "Undir Svörtuloftum, svo heitir ný ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson, sú þriðja i röðinni. En áður eru útkomnar 1947 Hver er kominn úti og
1951 Hraunkvíslar. Það var árið 1941, að Bragi birti kvæði í fyrsta sinn, i
Eimreiðinni undir dulnefninu Þráinn. Kvæðið, sem nefndist „Kirkjugarðurinn ris", var ort út af gömlu þjóðsögunni, um að á nýársnótt fari framliðnir á kreik, rísi úr gröfum
sinum og stígi draugadanz, unz dagur rís á ný og kallar þá aftur til helheima. Íms skáldeinkenni Braga, sem siðan hafa haldizt, birtust í þessu kvæði, svo sem hneigð hans til heilabrota, alvöru og ádeilu á samtíðina.
Hann hefur vaxið að reynslu og bragfimi, en grunntónsins frá fyrsta kvæðinu gætir enn. Ádeila og umbótaþrá er rikur þáttur í ljóðagerð hans. Undir Svörtuloftum er án efa jafnbezta ljóðabók Braga, þeirra þriggja,
er út hafa komið Breytir þar engu
um, þó að skoðanir hans séu stundum ekki með öllu án öfga. Hann er einangrunarsinni, óttast mjög erlend
áhrif og þó einkum frá her þeim,
sem hér annast landvarnir um skeið
að boði vor sjálfra. Vetnissprengjan
óttast hann, að tortima muni mannkyni áður varir."
|