Innihald Albert Guðmundsson. Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Sumarið eftir frelsistökuna 1944 hóf ungur Reykvíkingur, Albert Guðmundsson, ferð til fjarlægra landa. Hann gerðist Væringi í nýjum sið, alþjóðlegri knattspyrnu. Hann var um skeið mestur afburðamaður í knattspyrnu á frægustu leikvöllum Skotlands, Englands, Ítalíu, Frakklands, Þýzkalands, Spánar og Brazilíu. Dag eftir dag og ár eftir ár var Íslendingurinn sjallasti leikmaður í vörn og sókn, samleik og kappraun við snjöllustu framamenn þessara þjóða í vinsælustu íþrótt samtíðarinnar, knattspyrnunni. Í þessari bók er rakin útferðasaga, barátta og sigrar frægasta íþróttamanns Íslendinga. (Káputexti).
|