|
 |
Innihald Hér liggur skáld. Skáldsaga eftir Þórarin Eldjárn.
Á hverju kvöldi hugsar Hallbjörn sauðamaður um Þorleif jarlsskáld sem sagan segir að hvíli þar undir sem Hallbjörn sefur. Af Þorleifi og ætt hans eru fornar sagnir um harðvítug átök höfðingja, fyrirboða og forynjur, kynngimagnaðan hefndarkveðskap og ómennskt víg á Þingvöllum. Þórarinn Eldjárn segir hér sögu af hógværu skáldi sem býður illskunni birginn.
|
Um bókina Reykjavík. Vaka-Helgafell, 2012.
|
 |
|
 |
|
 |
|