Innihald Elsku Drauma mín. Minningabók Sigríðar Halldórsdóttur. Vigdís Grímsdóttir skráði. Baráttukona, mannvinur, móðir og heimasæta á Gljúfrasteini – Sigga Halldórs – lætur hugann reika og rifjar upp öll lífsins undur, ósigra og ævintýri. Hver minningin rekur aðra og hrífur lesandann, hryggir hann, hlægir eða grætir. Sigga er einstök manneskja og Vigdís Grímsdóttir skráir sögu hennar af fullum trúnaði við hana og tíðarandann. (Bókatíðindi 2016).
|