Innihald Niels Ebbesen. Sjónleikur í fimm þáttum eftir Kaj Munk. Jón Eyþórsson sneri á íslenzku.
1943 stjórnaði Haraldur Björnsson flutningi á hinu umdeilda leikriti Kaj Munks, Niels Ebbesen, sem hernámsstjórn Þjóðverja hafði gert upptækt í Danmörku. Útsending á verkinu, í þýðingu Jóns Eyþórssonar, var því um leið frumflutningur þess. Handritinu var
smyglað til íslands og
verkið flutt i fyrsta sinn
hér í apríl 1943. Slíkar
voru vinsældir þess, að
það var endurtekið í júní
sama ár, og loks voru
fluttir kaflar úr því. í
minningardagskrá um
Kaj Munk í janúar 1944.
„Niels Ebbesen" fjallar um baráttu Dana gegn
þýzkum riddurum á 14.
öld. Foringi Þjóðverja er
Gert, „sköllótti greifinn",
ribbaldi mikill, sem
einskis svífst í valdagræðgi sinni. Telja margir, að Hitler og enginn
annar sé fyrirmynd
höfundar að þeirri persónu.
Kaj Munk fæddist í
Maribo á Lálandi 1898.
Hann nam guófræði og
varð prestur í Vedersö á
Jótlandi. Framan af ævi
var Munk ekki frábitinn
einræðisstjórn, en innrás Ítala í Eþíópíu og þó
einkum Gyðingaofsóknir
Hitlers opnuðu augu
hans og hann barðist hatrammlega
gegn nasistum
á hernámsárunum, bæði i
ræðu og riti. Að lokum
myrtu þýzku böðlarnir
h a n n í janúar 1944.
Munk fór að skrifa leikrit
á skólaárunum og var
í fyrstu undir áhrifum
frá Pirandello og expressjónistum,
en tók siðan
söguleg og þjóðfélagsleg
viðfangsefni til meðferðar.
|