Innihald Lígi. Fyrirlestur fluttur af Bjarna Jónssyni frá Vogi. Bjarni frá Vogi fjallar hér um listina að ljúga. Hann segir; " Þótt eigi sé líginni fulllíst með því, sem sagt hefur verið hér að framan, þá mun mönnum þó ljóst orðið, að hún er kona mikil firir sér en ill til sambúðar. Væri óskandi að engir menn irði framar í þingum við hana, þótt oft kunni að þikja girnilegt. Því að einginn hefur verri dóttur átt og aldrei hefur bóndanum á neðri bigðinni verið meiri háðung gerð en að kalla hann föður hennar. Þetta er engin lígi." Það sem helst er skemmtilegt við þennan bækling er að hér er ekki að finna eitt Y (ypsilon).
|